Skilmálar

Greiðslufyrirkomulag

Tekið er á móti kortagreiðslum í gegnum öruggt greiðslusvæði þar sem kortanúmer eru dulkóðuð. Tekið skal fram að fotaadgerdastofan.is geymir ekki né tekur á móti kortanúmerum, allar slíkar upplýsingar fara í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Einnig er hægt borga með því að millifæra í gegnum banka/heimabanka.

Afgreiðsla á vörum

Eftir að viðskiptavinur hefur gert og gengið frá pöntun á fær hann og Fótaaðgerðastofa Esterar staðfestingu um pöntunina á tölvupósti. Venjulegur afhendingarferill á sendum pöntunum er 2-3 virkir dagar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Fótaaðgerðastofa Esterar ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Fótaaðgerðastofu Esterar til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Vöruskil

Almennur skilafrestur á vörum eru 14 dagar og er hægt að skila vörum gegn framvísun reiknings/pöntun. Almennur skilafrestur miðast við að varan sé óopnuð og í upprunalegum umbúðum. Ef ske kynni að varan sé gölluð greiðir Fótaaðgerðastofa Esterar sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vöru en annars er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda. Útsöluvörum er ekki hægt að skila.

Persónuupplýsingar

Fótaaðgerðastofa Esterar afhendir hvorki persónuupplýsingar né netföng til þriðja aðila. Þau netföng sem eru skráð eru eingöngu notuð til að senda notendum upplýsingar um vörur.

Vinsamlegast athugið að allar upplýsingar og verð á vefnum eru birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Almennt um netverslunina

Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti. Fótaaðgerðastofa Esterar, kt. ******-****, netfang: tvottapoki@gmail.com

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.